Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins.

Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Hann lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012.

Ellert situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001.

Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki en þar má nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf.

„Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar,“ segir Guðmundur Sveinn Einarsson, stjórnarformaður Merkjaklappar.